Skipulag stoðþjónustu


Við stoðþjónustu skólans starfa sérkennarar, grunnskólakennarar, þroskaþjálfi, náms og starfsráðgjafi og skóla og frístundaliðar sem sinna stuðningi við nemendur hvort sem er á göngum skólans eða í kennslustofum.

Hlutverk og markmið stoðþjónustunnar er að þjónusta nemendur með þeim hætti að allir hafi sama rétt til náms. Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins út frá hæfni þeirra og getu.

Þörfin fyrir stoðþjónustu er metin í samráði við umsjónarkennara en einnig er tekið mið af greinandi prófum, skimunum og greiningum ef slíkt á við.

Sérkennarar hafa forgöngu og stýra framkvæmd skimana og annarra greinandi prófa. Þeir stýra fyrirlögn, úrvinnslu og eftirfylgni í samvinnu við umsjónarkennara og deildarstjóra stoðþjónustu.  


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is