Sérkennsla
Námsaðlögun/Sérkennsla
Hlutverk og markmið sérkennslunnar er fyrst og fremst að fylgjast með og sinna nemendum sem ekki hafa náð lágmarksfærni í íslensku og stærðfræði. Þörf fyrir sérkennslu er metin í samráði við umsjónarkennara en einnig er kannað markvisst hvort nemendur hafa náð lágmarksviðmiðum. Kennsla nemenda með annað móðurmál fellur einnig undir sérkennslu í Hvaleyrarskóla.
Skimun og eftirlit með námsárangri - forgangsröðun sér- og stuðningskennslu
Sérkennarar hafa forgöngu og stýra framkvæmd, úrvinnslu og eftirfylgni í samvinnu við viðkomandi deildarstjóra og umsjónarkennara viðkomandi bekkja. Þegar verið er að ákveða hvort nemendur fari í sérkennslu- eða stuðningstíma eru niðurstöður úr skimunum og prófum tengdum þeim höfð til hliðsjónar. Nemendur með fatlanir, alvarlega tilfinninga og hegðunarerfiðleika og önnur alvarleg frávik eru fyrir utan viðmiðin. Ávallt skal tekið tillit til annarra aðstæðna s.s. bekkjarstærðar og/eða annars stuðnings sem veittur er. Umsjónarkennarar og/eða sérkennarar leggja prófin fyrir.