Skólasálfræðingur
Sálfræðingur Hvaleyrarskóla er starfsmaður Mennta og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar. Hann starfar samkvæmt reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla.
Aðkoma sálfræðings felur m.a. í sér athugun á þroska, hegðun og líðan nemanda.
Beiðnir um þjónustu sálfræðings berast nemendaverndarráði skólans ýmist að ósk forráðamanna eða frá skóla að fengnu samþykki forráðamanna. Nemendavernd vísar máli áfram til Brúarteymis eða í eftirfylgni innan skóla allt eftir efni og aðstæðum. Brúarteymi tekur málið til lokaumfjöllunar og ef samþykkt þá fylla forráðamenn út eyðublað til staðfestingar um beiðni.
Beiðnir um aðra sérfræðiþjónustu á vegum Hafnarfjarðarbæjar s.s. talmeinafræðinga, ráðgjöf af ýmsu tagi og námskeið fær sömu efnislegu meðferð.
Sálfræðingur Hvaleyrarskóla er Sólrún Dröfn Þorgrímsdóttir, solrundrofn@hafnarfjordur.is.