Nýbúakennsla

Þegar nemandi erlendis frá hefur nám við skólann fer fram móttökuviðtal. Skólastjórnandi og nýbúakennari sitja viðtalið ásamt túlki ef þurfa þykir. Í kjölfar þess er þörf fyrir nýbúakennslu metin. 

Kennslan fer fram sem einstaklings- eða hópkennsla. Aðaláhersla er á íslenskunám, en einnig á félagslega aðlögun nemendanna. 

Tilgangurinn með nýbúakennslunni er að styrkja nemendur, með annað móðurmál en íslensku eða þá sem lengi hafa dvalið erlendis, til þátttöku í íslensku skólastarfi. Nemendur fá þjálfun í íslensku máli og tækifæri til að þróa þekkingargrunn sinn og læsi. Markmiðið með kennslunni er að nemendur verði færir um að skilja og nota íslenskt mál og geti þannig tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar. Tilgangurinn er einnig að efla sjálfstraust og öryggi þessara nemenda og um leið að auka vellíðan þeirra og áhuga.

Í nýbúakennslunni eru nemendur einnig hvattir til að viðhalda kunnáttu í móðurmáli sínu og að halda tengslum við föðurlandið.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is