Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Jafnframt situr námsráðgjafi í nemendaverndarráði. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust en þurfa að panta viðtal áður í síma eða með tölvupósti.


Meðal verkefna námsráðgjafa eru:
 
  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni fyrir einstaklinga, hópa eða bekki
  • Persónuleg viðtöl um áhugamál, styrkleika og færni
  • Náms- og starfsfræðsla
  • Áhugasviðskannanir til að finna hvaða starfssvið hentar viðkomandi
  • Val á námsgreinum
  • Val á framhaldsnámi
  • Markmiðasetningar
  • Starfskynningar í 10. bekk
  • Starfstengt nám 9. – 10. bekk

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is