Heilsugæsla

Skólaheilsugæsla Hvaleyrarskóla er á vegum heilsugæslunnar Sólvangi. Hjúkrunarfræðingur er Íris Ómarsdóttir Hjaltalín og starfar hún í 60% starfshlutfalli við skólann.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólaheilsugæslunnar má nálgast hér: Um heilsuvernd grunnskólabarna | Heilsuvera

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita nemendum þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu.

Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn.

 

Viðvera skólahjúkrunarfræðings skólaárið 2021-2022 er:

  • Mánudaga
  • Miðvikudaga
  • Fimmtudaga
  • Föstudaga

Netfang skólaheilsugæslunnar er hvaleyrarskoli@heilsugaeslan.is.

Einnig er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma skólans, 5650200.

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is