Áfallaáætlun
Í skólanum er starfandi áfallateymi. Hlutverk áfallateymis er að skipuleggja viðbrögð við áföllum í nemenda- og/eða starfsmannahópnum, viðhalda og endurskoða áætlun um viðbrögð við áföllum. Með áföllum er átt við alvarleg veikindi eða dauðsföll í nemendahópnum eða hjá starfsfólki, maka starfsfólks eða börnum. Komi slík tilvik upp er unnið eftir áfallaáætlun skólans. Einnig er áfallateymi kennurum og öðru starfsfólki til ráðgjafar þegar þurfa þykir. Áföll tilkynnast til skólastjóra sem stýrir áfallateymi og ákveður fyrstu viðbrögð.
Áfallaáætlun Hvaleyrarskóla frá febrúar 2019