Stefna Hvaleyrarskóla

Framtíðarsýn

Kurteisi-abyrgd-samvinna

Einkunnarorð Hvaleyraskóla eru kurteisi, ábyrgð og samvinna. Einkunnarorðin vísa okkur veginn í daglegum samskiptum.

Hlutverk

Hlutverk Hvaleyrarskóla er að veita grunnskólabörnum kennslu við hæfi hvers og eins og búa þau undir framtíðina. Einnig að móta þroskavænlegt umhverfi þar sem ríkir áhugi og metnaður meðal starfsfólks og nemenda.

Meginmarkmið

  • Að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavekjandi nám fyrir alla nemendur þar sem áhersla er lögð á öflun þekkingar, skilning og færni.
  • Að veita eins góða þjónustu og kostur er og forgangsraða í þágu nemenda.
  • Að stefna ávallt að hámarks árangri og hafa fagmennsku í fyrirrúmi.
  • Að stuðla að jákvæðri samvinnu og góðu upplýsingastreymi.
  • Að stuðla að sífelldri þróun og umbótum í námi og kennslu.

Logo_nyttSkólamerki

Skólamerkið sýnir þrjár hendur (KBF) kennara, barna og foreldra sem mynda þétt handtak til merkis um öflugt, traust og jákvætt samstarf heimila og skólans.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is