Matsáætlun mats- og umbótateymis Hvaleyrarskóla

Eftirfarandi er verkáætlun um innra mat skólans á skólaárinu, þ.e. gagnasöfnun, matsumræða, matsákvarðanir og skýrslugerð. Matið hefur þann megintilgang að lyfta upp á yfirborðið því sem vel tekst til, að finna nauðsynleg umbótaverkefni og stuðla að skólaþróun. Niðurstöður læsiskannana eru kynntar jafnóðum og þær berast og unnið úr þeim með kennurum og foreldrum. Niðurstöður hraðlestrarprófa eru kynntar reglulega og unnið úr þeim með kennurum. Unnið er út frá MMS og læsisstefnu skólans og Hafnarfjarðarbæjar. Umsjónarmaður Skólapúlsins er Sveinn Guðmundsson og leggur hann fyrir allar kannanir á vegum Skólapúlsins.

Mat_2019-2020_aa_1574267294655

Mat_2019-2020_bb

Innra mat er ferli sem sífellt er endurtekið. Helstu skrefin í ferlinu eru:

  1. Skipulagning matsins.
  2. Gagnaöflun samkvæmt áætlunum.
  3. Greining gagna, mat lagt á niðurstöður.
  4. Niðurstöður teknar saman í stutta greinargerð.
  5. Umbótaáætlun gerð og framkvæmd, umbótum fylgt eftir og þær metnar.

Ferlið er sett upp í hring til að sýna að matið er viðvarandi verkefni, því lýkur í raun aldrei þó að eins konar uppgjör með niðurstöðum og umbótaáætlun verði til árlega.

Matsaaetun







Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is