Mat á skólastarfi

Hvaleyrarskóli hefur frá stofnun lagt áherslu á innra mat með umbætur að leiðarljósi. Fyrstu árin var áhersla á SVÓT greiningu sem allt starfsfólk tók þátt í að vori. Niðurstöður voru markvisst settar fram í umbótaáætlun sem unnið var að næsta skólaár. Frá árinu 2000-2001 hafa formlegar kannanir um líðan og aðbúnað starfsfólks bæst við ásamt könnun um líðan og aðbúnað nemenda sem foreldrar allra nemenda hafa tækifæri til að svara. Árlega er lögð könnun fyrir nemendur frá 5.-10. bekk. Teymi innan skólans sér um úrvinnslu kannana, kynningar og eftirfylgni en allt starfsfólk, auk skólaráðs kemur að umræðu um niðurstöður og umbætur. Frá árinu 2006 hefur skólinn unnið starfsáætlun þar sem mælikvarðar um árangur eru settir fram. Á þeim tíma hafa matstæki þróast í takt við stefnu og áherslur skólans.

Matsaðferðir skólans hafa tvisvar verið teknar út af Menntamálaráðuneytinu, árið 2001 og 2010. Í bæði skiptin fékk skólinn fullnægjandi einkunn fyrir matsaðferðir og framkvæmd. Einnig hefur skólinn fengið viðurkenningu Fræðsluráðs Hafnarfjarðar fyrir athyglisverða innleiðingu árangursstjórnunar og sjálfsmats skólaárið 2008-2009.

Haustið 2019 fer fram ytra mat á Hvaleyrarskóla. Matið vinna matsmenn á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Matið er fyrst og fremst til að styðja skóla við að auka gæði náms og skólastars og stulða að umbótum. Tilgangur matsins er einnig að afla upplýsinga um skólastarf, áragur þess og þróun fyrir fræsluyfirvöld, starfsfólk skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemendur. Matið er til að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglufera og aðalnámskrá grunnskóla.

Frá skólaárinu 2013 - 2014 hafa kannanir úr Skólapúlsinum leyst af þær viðhorfskannanir sem áður höfðu þróast og notast var við í skólastarfinu. Innra mat þarf umfram allt að skila skýrum niðurstöðum sem leiða til umbóta og þróunar í þá átt að gera góðan skóla enn betri.

Hér má finna niðurstöður Skólapúlsins frá síðustu árum:


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is