Auka íþróttaiðkun barna - viðtal í Hafnfirðing
Í síðasta tölublaði Hafnfirðings er viðtal við þá félaga Einar Karl og Steinar. Í gangi er verkefni við skólann sem styrkt er af mennta- og lýðheilsusviði bæjarins. Verkefnið gengur út á að auka þátttöku nemenda sem hafa íslensku sem annað mál í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ekki er hægt að segja annað en verkefnið fari vel af staða því þegar hafa um 13 nemendur prufað eða hafið íþróttaiðkun sem ekki voru í íþróttum áður.