Útivistartími

4.9.2019

Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími barna og unglinga sem hér segir:

Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20:00. 13 - 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22:00.

Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is