Uglulestur

7.12.2021

Síðustu tvær vikurnar í nóvember var lestrarsprettur hjá nemendum í yngstu deild. Þemað voru uglur. Nemendur lásu bæði heima og í skólanum og skráðu blaðsíður og mínútur í hvert skipti. Til þess að gera lesturinn skemmtilegri lituðu nemendur Tetris kubba í lestrarhefti. Á gangi skólans bjuggu nemendur síðan til mósaík mynd af uglu þar sem hver nemandi fékk að líma litla miða á listaverkið í samræmi við lesnar mínútur. Miðvikudaginn 1. desember vorum við síðan með uppskeruhátíð þar sem nemendur fengu að gæða sér á súkkulaðiköku eftir hádegismatinn.

Markmiðið með lestrinum var að:

  • Lesa eins margar mínútur og hægt er daglega heima og í skóla.
  • Auka lestrarhraða.
  • Auka áhuga á lestri.
  • Auka orðaforða.
  • Auka lesskilning og hlustun.
  • Hvetja nemendur til að lesa sér til gagns og gamans.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is