Þemadagar - Opið hús

11.4.2019

Hér er búið að vera mikið líf síðustu tvo daga, kennslustofum umbreytt og sköpunarkraftur nemenda og kennara fengið að njóta sín. Þemað okkar hefur yfirheitið „Jörðin okkar“.

Á morgun föstudaginn 12. apríl verðum við með opið hús frá kl. 10:00 – 12:00 og bjóðum við foreldra og gesti hjartanlega velkomna til að skoða afrakstur þemadaganna. Uppákomur verða á sal kl. 10:30 og 11:15.

Skólinn opnar eins og venjulega kl. 7:45. Ef nemendur yngstu deildar þurfa gæslu frá kl. 8:20 – 10:00 þá geta þeir komið í skólann og fengið gæslu á þessum tíma. Holtasel opnar kl. 12:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

10. SB ætlar að selja kleinur og pizzusnúða 10 stk. í poka á kr. 1.000 ásamt kaffi og djús á kr. 100 ágóðinn fer í ferðasjóð.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is