Stóra Upplestrarhátíðin í Hvaleyrarskóla

12.3.2021

Stóra Upplestrarhátíð Hvaleyrarskóla var haldin fimmtudaginn 11. mars. Það eru nemendur í 7. bekk sem taka árlega þátt í henni. Er þetta í 25. sinn sem keppnin er haldinn á landinu en Hvaleyrarskóli hefur tekið þátt frá upphafi. Keppnin var mjög hátíðleg að venju og nemendur stóðu sig mjög vel. Var því ekki auðvelt verk fyrir dómnefndina að velja sigurvegara. Það voru Aníta Margret Þórðardóttir og Áróra Sif sem báru sigur úr bítum og Inga Lind Haraldsdóttir var valin sem varamaður.

Lokahátíðin fer síðan fram í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 23. mars.

Nánar má lesa upp keppnina hér: http://upplestur.hafnarfjordur.is/


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is