Stelpur og tækni 2020

20.5.2020

Stelpur og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) var haldinn í dag. Dagurinn gengur út á að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk og gefa þeim þannig innsýn í hvað er hægt að velja sér til náms að loknum grunnskóla og framhaldsskóla. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík boðið 9. bekkjum að koma til sín og taka þátt í vinnustofum þar og að þeim loknum kynnt sér helstu tæknifyrirtæki landsins.

Í ár þurfti að aðlaga daginn að breyttum aðstæðum í samfélaginu og mættu því stelpur í 9. bekk í tölvustofuna í morgun og tóku þátt í tveimur vinnustofum á vegum nemenda í HR í gegnum netið. Annars vegar fengu þær kynningu á vefsíðunni WordPress sem býr til vefsíður og hins vegar á tónlistarforritun í Sonic Pi.

Hér má sjá upphafsmyndband viðburðarins: https://vimeo.com/419911680/68e7b1e59f

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is