Skráning í Sumarfrístund
Sumarfrístund fyrir 7-9 ára.
Skráningar í sumarfrístund sumarið 2023
Sumarfrístund fyrir 7-9 ára.
Sumarnámskeið eru starfrækt í frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum.
Í Holtaseli, frístundaheimili Hvaleyrarskóla verður sumarfrístund í boði frá 12.-30. júní.
Miðlæg námskeið verða í tveimur grunnskólum Hafnarfjarðar og eru í boði frá 3. – 23. júlí. Opið er fyrir skráningu frá og með 3. maí.
Skráning og framboð- https://sumar.vala.is/#/login
Sumarfrístund fyrir 6 ára (útskriftarhópar leikskólanna)
Dagana 9. – 21. ágúst er boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna, 6 ára börn fædd árið 2017. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu. Opið er fyrir skráningu frá og með 3. maí.
Við minnum á að gera skal ráð fyrir að börn fái a.m.k. 4 vikna sumarleyfi áður en þau eru skráð í sumarfrístund.
Skráning - https://sumar.vala.is/#/login
Endilega kynnið ykkur upplýsingabækling og dagskrá sumarnámskeiða fyrir frekari upplýsingar
SumarfriI-stund-2023-baeklingur