Skólastarf eftir páska

3.4.2021

Ný reglugerð um skólahald grunnskóla kom út í dag, og gildir eftir páska fram til 15. apríl, sem færir þá niðurstöðu að grunnskólastarf hefst á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári.

Kennsla hefst þó ekki fyrr en kl. 10 þann dag.Skólastarf er með hefðbundnu sniði, þ.e. full kennsla í öllum námsgreinum skv. stundaskrá (þó er beðið eftir að fá samþykki á því að opna megi sundlaugar fyrir grunnskólakennslu þótt þær séu lokaðar að öðru leyti og verður staðfest eftir páska).

Engin grímuskylda er hjá nemendum þótt slíkt gildi fyrir starfsfólk í sameiginlegum rýmum og ef nánd við nemendur er minni en 2m við kennslu/samskipti. Tónlistarkennsla fer fram í grunnskólum líkt og áður og starfsfólk skólaþjónustu má fara í grunnskóla en foreldrar og aðrir gestir er óheimilt að koma í skólana á fundi, með fræðslu eða á viðburði. Starfsemi frístundaheimila er óbreytt.

Reglugerðin miðar við 50 sem hámarksfjölda nemenda saman í kennslu eða viðburðum innan skóla. Vikið er frá fjöldatakmörkum á nemendur á göngum, í anddyri, íþróttum og matsal nemenda.

Matarþjónusta verður óbreytt miðað við hefðbundna framkvæmd.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is