Skólastarf að loknu jólaleyfi

2.1.2022

Í upphafi árs 2022 sendir starfsfólk Hvaleyrarskóla foreldrum og nemendum góðar óskir um gott og gæfuríkt komandi ár.

Við viljum minna á að kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:20.

Mánudaginn 3. janúar er skipulagsdagur, einnig er skipulagsdagur í Holtaseli og því lokað þar. 

Varðandi hádegismatinn þá ítrekum við að ekki verður afgreiddur hádegismatur frá Skólamat fram til 12. janúar vegna sóttvarnarreglna. Nemendur þurfa því að mæta með hádegisnesti og neita þess inn í skólastofum. 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is