Skipulagsdagar 15.-19. maí
Engin kennsla verður í skólanum vikuna 15.-19. maí.
Þar sem langt er síðan núverandi skóladagatal var samþykkt og kynnt í Hvalrekanum þá viljum við minna á að vikuna 15. - 19. maí eru þrír skipulagsdagar og einn skertur dagur en sá dagur var nýttur í haust þegar námsviðtölin voru tekin að lokinni kennslu. Þessa viku verður engin kennsla í skólanum.
Þessa daga er stór hluti kennara og annars starfsfólk á leið í námsferð og er ferðinni heitið til Brighton á Englandi. Þar munum við fá fræðslu um núvitund og útikennslu ásamt því að fara í skólaheimsóknir.
Þessa daga er frístundaheimilið Holtasel opið fyrir þá sem þar eru skráðir.