Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar
Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ og einnig má nálgast þessar upplýsingar hér á vef skólans, Röskun á skólastarfi | Hvaleyrarskóli - Hafnarfjörður (hvaleyrarskoli.is).