Piparkökumálun

23.11.2022

Sunnudaginn 4. desember stendur foreldrafélag Hvaleyrarskóla fyrir piparkökumálun frá kl. 11:00 - 13:00

Þessi viðburður er fyrir börn úr öllum bekkjum skólans sem og fjölskyldur þeirra.

Foreldrafélagið býður upp á piparkökur og glassúr. Þeir sem vilja geta mætt með sitt eigið kökuskraut. Muna að taka með ykkur box eða önnur ílát til að taka skreyttu piparkökurnar með ykkur heim.

10. bekkur verður með fjáröflun á staðnum og selur kaffi, heitt kakó og vöfflur. Hægt er að borga með pening eða 
Aur/Kass

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Augl_isl
 
Augl_enska Augl_polska  Augl_franska
       

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is