Öskudagur

15.2.2021

Öskudagurinn er á miðvikudaginn 17. febrúar og hvetjum við alla til að koma í búningi þann dag. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá og eru til kl. 11:20. Þeir nemendur sem eru í áskrift hjá Skólamat fá samloku, ávaxtadrykk og ávöxt með sér í lok dags.

Þeir nemendur sem eru í Holtaseli geta farið þangað að skóla loknum. Forráðamenn nemenda sem eiga pláss í Holtaseli láti vita ef þeir ætla ekki að nýta það þennan dag.

Breytt dagskrá er hjá nemendum í yngstu- og miðdeild en kennt er samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í elstu deild.

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is