Ólympíuhlaup ÍSÍ
Ólympíuhlaup ÍSÍ (Norræna skólahlaupið) var haldið miðvikudaginn 21. september
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólans til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km.
Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
Nemendur lögðu sig fram og gerðu sitt besta. Veður var milt og gott en þó nokkur rigning en nemendur létu það ekki á sig fá.