Ólympíuhlaup ÍSÍ
Hvaleyrarskóli mun halda Ólympíuhlaup ÍSÍ (Norræna skólahlaupið) mánudaginn 27.sept (mið- og elsta stig) kl: 13:00 og þriðjudaginn 28.sept (yngsta stig) kl: 10:10.
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólans til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km.
Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
Mikilvægt er að nemendur skólans mæti klædd eftir veðri og í fötum sem þau eiga auðvelt með að hreyfa sig í, þann dag sem þau eiga að hlaupa.