Ólympíuhlaup ÍSÍ
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í dag hjá nemendum í yngstu- og miðdeild. Hlaupið fer síðan aftur fram á miðvikudag en þá hlaupa nemendur í elstu deild. Allir nemendur og starfsmenn skólans tóku þátt. Nemendur gátu valið að hlaupa/ganga 2,5 km, 5km eða 10 km. Nemendur í yngstu deild fóru allir 2,5 km og einhverjir fóru 5 km. Á miðstigi fóru nokkrir nemendur 10 km sem er glæsilegt.
Nemendur stóðu sig afskaplega vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.