Öðruvísi jóladagatal

10.1.2023

Nú hefur Hvaleyrarskóli þ.e nemendur í yngri deild og starfsmenn skólans tekið þátt í Öðruvísi jóladagatali í 6x sinn og er afraksturinn að þessu sinni 132.500 krónur. Heildarupphæðin er komin í 730.521 krónur. Sem er aldeilis frábært framtak.

SOS barnaþorpin eru alþjóðlega hjálparsamtök sem vinna að því markmiði að börn fái að alast upp við góða umönnun hjá stöðugri fjölskyldu. Þau starfa víðsvegar um heiminn í 136 löndum. Til viðbótar þá fengu nemendur fræðslu um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna en hann samanstendur af 54 reglum sem eiga að stuðla að velferð og réttindum barna um heima allan. 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is