Öðruvísi jóladagatal

6.1.2022

Nemendur í yngri deild, 1. – 4. bekkir og 6. bekkir Hvaleyrarskóla tóku þátt í Öðruvísi jóladagatali sem er á vegum SOS barnaþorpa Sameinuðu þjóðanna um þessi jól. Öll framlög sem safnast saman í ár fara í nýtt verkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi eru að fara af stað með í Malaví. 

Verkefnið hjálpar sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Tilgangur með fjölskyldueflingunni er að gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinn til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra. Nemendur horfðu á hverju degi myndbrot frá öðrum löndum í ár sáu þeir lönd eins og Indland, Perú, Nepal og Bólivíu. 

Síðan eru það umræðurnar sem skapast eftir að búið er að horfa slík myndbönd eins, hvað þýðir það að eiga öruggt heimili? Notið þið allt dótið sem þið eigið heima? Hvers vegna er mikilvægt að tilheyra einhverju? (fjölskyldu, vinahópi, öðrum hópum ). Nemendur í yngri deild, 1. – 4 bekkir og 6. bekkir söfnuðu 147.772 krónum í ár sem hafa verið lagðir inn á reikning SOS Barnaþorpanna. Vel að verki staðið nemendur og foreldrar. 

Gott að vita að Hvaleyrarskóli leggur sitt af mörkum til styrktar börnum sem fara í SOS barnaþorpin, þessi upphæð kemur sér vel fyrir þetta góða verkefni. Nemendur og foreldrar fá svo fylgjast með framgöngu verkefnisins í Malawí í vetur.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is