Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum Hafnarfjarðar

Ef börn í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri í mataráskrift.

8.1.2019

Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum Hafnarfjarðar

Frá 1. janúar 2019 verður breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Gjald vegna hádegisverða eru felld niður ef börn í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri í mataráskrift.

Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama fjölskyldunúmer með öll börnin í Þjóðskrá í desember 2018. Ef einhver barnanna sem um ræðir eru ekki í grunnskólum Hafnarfjarðar mun afslátturinn gilda fyrir "elsta" barnið sem er í grunnskóla bæjarins til hægðarauka í framkvæmdinni.

Í einhverjum tilvikum getur verið að fjölskyldusamsetning verið flóknari en svo að það náist utan um hana í fjölskyldunúmerinu í Þjóðskrá. Í þeim tilvikum þurfa forráðamenn að óska eftir afslættinum ásamt viðeigandi útskýringum á fjölskylduhögum á Mínar síður á vef bæjarins (www.hafnarfjordur.is). Um það gildir að börn geta aldrei verið tvítalin þegar systkinahópur er í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Afslátturinn tekur gildi frá þeim tíma sem sótt er um hann. Reglur verða birtar á vef bæjarins á nýju ári.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is