Námsviðtöl með breyttu sniði

12.10.2020

Eins og kemur fram í skóladagatalinu fyrir þetta skólaár þá eru námsviðtöl ráðgerð þriðjudaginn 20. október.

Til að viðtöl foreldra, nemenda og kennara verði markvissari er mikilvægt að foreldrar og nemendur séu vel undirbúnir. Viljum við því biðja foreldra og nemendur um að:

  • Vera búnin að lesa allar umsagnir sem kennarar gefa í hverju fagi fyrir sig.
  • Skoða námslega stöðu eða hæfnikortin. Á hvaða vegferð er barnið / nemandinn í hverju fagi.

Með þessu teljum við að samtalið skili meiri árangri fyrir barnið. Nú geta foreldrar og nemendur skoðað stöðumatið í Mentor-appinu, sjá leiðbeiningaglærur hér.

Í ljósi aðstæðna og sóttvarnarregla þá teljum við ekki forsvaranlegt að stefna foreldrum í skólann þann 20. október. Þess vegna koma námsviðtölin til með að eiga sér stað undir öðrum kringumstæðum.

  • Einhver viðtölin fara fram með símtali við umsjónar- eða greinakennara. Til að létta á þessum degi munu einhver viðtalanna fara fram dagana á undan.
  • Þá erum við að horfa til þess að nýta Google Meet sem nemendur hafa verið að nota til samskipta í kennslu og er appið uppsett á Ipödum nemenda í 6. - 10. bekk.
  • Einnig höfum við hugsað okkur að styðjast við fjarfundarbúnað og þá erum við að horfa til Zoom.

Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofunni og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is