Námsviðtöl föstudaginn 22. október

Það líður að námsviðtölunum sem verða föstudaginn 22. október.

20.10.2021

Viljum við minna á að til að viðtöl foreldra, nemenda og kennara verði markvissari er mikilvægt að foreldrar og nemendur séu vel undirbúnir. Að þessu sinni leggjum við áherslu á að ræða hvernig nemandanum líður í leik og starfi í skólanum. Til þess ætlum við að skoða nokkra þætti lykilhæfni aðalnámskrár. Þeir þættir sem við leggjum áherslu á að skoða að þessu sinni eru:

  • Samskipti og samvinna
  • Ábyrgð og sjálfstæði

Hér má nálgast spurningar sem nemendur eru beðnir um að svara með foreldrum sínum fyrir viðtölin og koma með sér útfyllt í viðtalið.

Þá viljum við biðja foreldra og nemendur um að skoða námslega stöðu á Mentor. Í dagbók er nú einungis skráðar færslur ef kennari vill koma ákveðnum upplýsingum á framfæri við nemanda og foreldra.

Foreldrar og nemendur geta skoðað stöðuna í Mentor-appinu, sjá leiðbeiningar hér.

Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofunni og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is