Námsviðtöl 3. febrúar

24.1.2023

Námsviðtöl eru ráðgerð föstudaginn 3. febrúar.
Foreldrar panta viðtal í Mentor eins og verið hefur. Opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 26. janúar og er skráningin opin til og með þriðjudeginum 31. janúar. Þórunn Harðardóttir skrifstofustjóri hefur sett inn þau viðtöl þar sem túlkur er með. Ekki hægt að breyta tímasetningu þeirra viðtala.

Einhver viðtalanna fara fram á öðrum degi og er það þá gert í samráði við foreldra.

Nemendur í 10. bekkur verður með fjáröflun á viðtalsdeginum þar sem hægt verður að kaupa kaffi, djús og meðlæti. Hægt er að borga með pening eða Aur/Kass

Stöðumat í janúar 2023

Fyrir námsviðtalsfundina þurfa foreldrar ásamt börnum sínum, að skoða námsframvinduna inni á Mentor. Opnað verður fyrir stöðumatið í Mentor þann 30. janúar.

Athygli er vakin á því að hæfnikortið er lifandi plagg og því getur síðasta mæling ekki alltaf gefið rétta mynd. Sum hæfniviðmið eru metin oftar en einu sinni en það á frekar við eftir því sem börnin verða eldri. Þegar svo er þarf að skoða hæfniviðmiðið í Mentor og þá kemur upp saga/námsferill, þ.e. hvaða hæfni barnið hefur náð frá því skólinn hófst. Gott er að skoða það til að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu.

Nú í janúar er gefin einkunn fyrir framvindu, sem ætluð er til að gefa nemendum og foreldrum nokkra hugmynd um stöðu barnsins í hverri grein. Einkunnin lýsir stöðu barnsins í janúar 2023 en hún birtist efst á hæfnikorti nemandans í hverju fagi. Eins og áður segir opnar hæfnikortið mánudaginn 30. janúar. Til að gefa fyrir framvinduna notum við skalann; góð framvinda, hæg framvinda, í hættu að ná ekki lágmarkshæfni.

Hér má nálgast leiðbeiningaglærur fyrir foreldra til að skoða námsmat barna sinna.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is