Matarþjónusta hefst á ný í hádegi

12.1.2022

Matarþjónusta hefst í hádegi í grunnskólum Hafnarfjarðar frá fimmtudegi 13. janúar eftir að hafa legið niðri frá áramótum sökum strangra sóttvarnareglna. Búið er að heimila notkun matsala ef þeir eru hólfaðir niður og fjölgun matarstöðva sé í samræmi við hólfafjöldann þar sem fjöldatakmörk í hólfi eru þau sömu og áður, eða 50 manns (nemendur sem sitja saman eftir bekkjum og starfsfólk með grímur).

Þessi framkvæmd er áskorun fyrir skólana þar sem matsalir skóla eru ekki hannaðir sérstaklega með hólfun í huga og aðstæður eru að auki mismunandi milli skóla. Matarafgreiðslan fer fram í samræmi við matarpantanir sem foreldrar hafa gert fyrir janúar og matseðil viðkomandi vikudaga. Önnur matarþjónusta er óbreytt. Það eru mikið um kórónaveirusmit í samfélaginu og er þess vænst að þótt matsalir opni á ný fjölgi smitum nemenda ekki vegna opnunarinnar miðað við það sem nú er. Það verður áfram hugað að sóttvörnum í matsölum grunnskólanna og ábendingar ykkar til barna ykkar þess efnis eru vel þegnar.

Með þökk fyrir biðlundina gagnvart lokuninni eftir áramótin.
Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is