Læsisátak sem endar á þemadögum
Miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl eru þemadagar hjá okkur í Hvaleyrarskóla þar sem nemendur í 1. - 10. bekk vinna með læsi.
Þessa daga er skert viðvera nemenda í skólanum en skólinn hefst kl. 8:20 og stendur til kl. 13:20. Nemendur sem eru skráðir í Holtaseli fara að skóladegi loknum í Holtasel.
Fimmtudaginn 7. apríl kl. 16:00 - 18:00 viljum við bjóða foreldrum að koma og skoða afrakstur þemadaganna.