Jólamatur og jólapeysur

7.12.2018

Miðvikudaginn 12. desember ætlum við að gera okkur glaðan dag og mæta öll í jólapeysum. Í hádeginu þennan dag verður hátíðarmatur hjá Skólamat. Þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. „hátíðarmiða“ á 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir „hátíðarmiða“ í mötuneytinu. Í matinn verður hangikjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 5. - 10. desember milli kl. 9 og 11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is