Í upphafi árs
Í upphafi árs 2021 sendir starfsfólk Hvaleyrarskóla foreldrum og nemendum góðar óskir um gott og gæfuríkt komandi ár.
Við viljum minna á að kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:20.
- Kennt verður að langmestu leiti samkvæmt stundaskrá hjá öllum árgöngum.
- Kennslu í valgreinum hjá nemendum í 8. – 10. bekk er ekki hægt að hefja enn sem komið er. Þá hefur Tækniskólinn tilkynnt okkur að hann muni ekki vera með valgrein sína fyrir nemendur í 10. bekk sem stóð til að yrði í vetur.
- Kennsla nemenda fer fram að mestu í bekkjarstofu (kennsluhólfi).
- Íþrótta- og sundkennsla verður samkvæmt stundaskrá.
- Kennsla í list- og verkgreinum verður samkvæmt stundaskrá en ekki verður blöndun bekkja frá 5. – 9. bekk. Hverjum bekk verður skipt í tvo hópa.
- Gert verður nýtt skipulag fyrir listalotur til vors þar sem bekkjum er skipt á greinar. Um verður að ræða fjórar listalotur fram á vorið.
- Nemendur mæta til starfa að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 8:20 samkvæmt stundaskrá.
Stjórnendur Hvaleyrarskóla