Hvalrekinn 30. apríl 2020
Þá erum við farin að sjá fyrir endann á samkomubanninu og takmörkunum er líta að skólastarfinu. Hefðbundið skólastaf hefst mánudaginn 4. maí í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert. Ég vil vekja athygli á að við hefjum skólann kl. 10:00 á mánudaginn. Í upphafi þess dags mun starfsfólk funda og undirbúa komu nemenda. Hér má finna Hvalrekann okkar sem við sendum frá okkur í dag: https://www.smore.com/x3nrf
Munum áfram að við erum öll almannavarnir og verðum að taka ábyrgð á okkur.
Njótið helgarinnar og við hlökkum til að sjá alla nemendur í skólanum á mánudaginn.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.