Hundrað miða leikurinn - SMT skólaleikur
Nú er farinn af stað hundrað miða leikurinn sem orðinn er fastur liður í starfi skólans ár hvert. Leikurinn gengur út á að 10 nemendur fá hvern dag sérstakan hvalamiða sem starfsmenn skólans gefa á göngum og opnum svæðum skólans ef þeir eru til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Miðarnir eru síðan settir á þar til gert spjald sem númerað er frá einum upp í hundrað. Eftir tvær vikur er spjaldið fullt og þá eru 10 heppnir nemendur dregnir út og fá þeir skemmtilegan vinning.
Hundrað miða leikurinn mun standa yfir til 17. febrúar.