Hreinsunardagur Hvaleyrarskóla

Hreinsunardagur Hvaleyrarskóla

23.5.2022

Nemendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla tók svo sannarlega til hendinni á miðvikudaginn 27. apríl þá var árlegur hreinsunardagur skólans. Veðrið lék við okkur sólin skein í heiði og allir kappkostuðu við að fylla pokana sem þeir fengu. Hér má sjá fleiri  myndir .

Hverjum árgang hafði verið úthlutað ákveðnu svæði í kringum skólann og í næsta nágrenni sem þeir sáu um að yrði sem snyrtilegast. Nemendur eiga hrós skilið fyrir dugnað og eljusemi. 20220427_112941


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is