Hádegismatur og sóttvarnaraðgerðir næstu daga
Eins og fram kom í pósti frá undirrituðum f.h. skrifstofu Mennta- og lýðheilsusviðs sem ég sendi til ykkar á gamlársdagsmorgun. Verður ekki hægt að bjóða upp á hádegismat í skólanum meðan á þessum aðgerðum stendur. Reglugerðin gildir til 12.01.2022.
Ég vil samt taka fram að verið er að leita leiða þannig að hægt verði að bjóða upp á hádegismat.
Hér er samantekt á matarmálum skólans:
- Hafragrautur. Það verður hægt að fá hafragraut að morgni eins og venjulega. Engin breyting.
- Ávaxtaáskrift. Það verður boðið upp á ávexti og grænmeti fyrir þau börn sem eru í áskrift. Engin breyting.
- Hádegismatur. Ekki verður boðið upp á hádegismat í skólanum. Matsalurinn er lokaður.
o Nemendur þurfa að koma með nesti í hádeginu og borða inni í sinni stofu.
o Því miður verður ekki hægt að hita mat eða setja í grill í skólanum.
- Síðdegishressing. Það verður boðið uppá síðdegishressingu fyrir þau börn sem eru í áskrift og börn í frístundaheimilinu. Engin breyting.
Eins og þið sjáið þá er helsta breytingin að ekki er boðið upp á hádegismat næstu dag. Að öðru leyti eru aðgerðir sambærilegar fyrir nemendur eins og þær voru fyrir jól. Nemendur geta áfram farið á milli rýma, það er miðað við hámark 50 börn saman í rými, nemendur þurfa ekki að vera með grímu og almenn svæði skólans eins og gangar, frímínútur og þess háttar eru undanþegin fjöldatakmörkunum.
Með góðum kveðjum,
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.