Grímuskylda meðal unglinga afnumin
Þær breytingar verða á skólastarfi á morgun, fimmtudaginn 10.12.2020 að grímuskylda nemenda í unglingadeild er afnumin. Hún verður því valfrjáls, því vel getur verið að einhverjir nemendur kjósi að nota grímur. Þetta er eina breytingin á þessum tímapunkti.
Rétt er að ítreka í þessu sambandi að grímuskylda er áfram hjá kennurum/starfsfólki í unglingadeild vegna 2ja metra fjarlægðartakmarkanna, grímuskylda er áfram hjá starfsfólki á opnum svæðum og grímuskylda er áfram hjá starfsfólki í mötuneyti skólans.
Eftirfarandi gildir um grímunotkun í Hvaleyrarskóla:
- Allir þeir sem koma utanaðkomandi þurfa að vera með grímu þann tíma sem þeir eru í skólanum.
- Kennarar í unglingadeild þurfa áfram að nota grímu í kennslustofum.
- Ekki er þörf á að nota grímur í kennslustofum hjá 1. - 7. bekk NEMA ekki sé hægt að tryggja 2M fjarlægð milli fullorðinna einstaklinga.
- Á opnum svæðum eins og í matsal nemenda, anddyri og á göngum eiga starfsmenn að nota grímu.