Fræðslufundur með Heimili og skóla

Fræðlsufundur fyrir foreldra og forsjáaðila með Heimili og skóla

8.3.2023

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla.

Við vitum að mikilvægi samvinnu foreldra í skólastarfinu er óumdeilt. Samheldni og samstarf foreldra hefur jákvæð áhrif á velferð barna; skólabrag, geðrækt og líðan nemenda og kennara, svo ekki sé minnst á námsárangur. En hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að auka vellíðan og farsæld barna í mínu nærumhverfi og skiptir samvinna foreldra máli þegar kemur að farsæld barnanna okkar?

Við hvetjum öll til að mæta á fundinn.

Mikilvægt er að skrá sig ef á að horfa í streymi: https://forms.gle/RhT5niz458zoZ7wc7Mynd_samvinna_barnanna_vegna


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is