Fræðsla fyrir nemendur í 8. og 10. bekk

21.9.2020

Í dag mánudaginn 21. september var Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur með fræðslu fyrir nemendur í 8. og 10. bekk í boði foreldrafélags skólans. Mikil ánægja var meðal nemenda með fræðsluna.

Sigga Dögg hefur undanfarin ár verið með sama erindi fyrir foreldra að kvöldi en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu getur ekki orðið að því. Við munum láta ykkur vita á hvern hátt fundur eða spjall getur orðið í þessum aðstæðum sem nú eru.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is