Forvarnardagurinn

2.10.2020

Miðvikudaginn 7. október 2020 verður Forvarnardagurinn haldinn í 15 sinn í grunnskólum landsins og í tíunda sinn í framhaldsskólum.

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landsamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining og SAFF – Samstarf félagasamtaka í forvörnum.

Nemendur í 9. bekk í Hvaleyrarskóla taka þátt í hinum árlega forvarnardegi eins og nemendur í 9. bekk hafa gert undanfarin ár. Dagurinn verður formlega settur á sal en að því loknu vinna nemendur í hópum en umræðuefnin í ár voru; samvera, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, leyfum heilanum að þroskast. Að hópavinnu lokinni kynna nemendur niðurstöður sínar fyrir samnemendum sínum og kennurum. Niðurstöðum hópanna er síðan skilað inn á sameiginlegt svæði verkefnisins en þar er upplýsingum safnað frá öllum skólum landsins. Í lokinn verður nýtt myndband sýnt sem var unnið af velunnurum verkefnisins en þið getið skoðað myndbandið og fróleik um verkefnið á www.forvarnardagur.is


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is