Fjölgreindleikar - Kraftur

6.11.2019

Þá er fyrri degi Fjölgreindaleikana lokið hér er búið að vera mikið líf og fjör. Mikil virkni á öllum 36 stöðvunum.

Á Fjölgreindaleikunum í ár eru nemendur á einni stöðinni að perla armbönd (Lífið er núna) fyrir Kraft sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Nemendum og aðstandendum gefst kostur á að kaupa þessi armbönd á morgun, fimmtudag og föstudaginn. Armbandið kostar 2000 kr. og hægt er að greiða með pening eða korti.

Hér má sjá myndir frá Fjölgreindaleikunum.

Með góðum kveðjum,
Starfsfólk Hvaleyrarskóla.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is