Fjölgreindaleikar

Fjölgreindaleikar fimmtudag og föstudag

7.11.2023

Fjölgreindaleikarnir verða hjá okkur á fimmtudag og föstudag (9. og 10. nóvember). Þessa daga þurfa nemendur einungis að koma með nesti í litlum bakpoka. Hóflegt sparinesti á föstudaginn. Ekki þarf að taka með sér skólatösku eða sundföt.

  • fjölgreindaleikarnir eru hugsaðir sem góð og skemmtilega tilbreyting í skólastarfinu.
  • Með fjölgreindaleikunum fá nemendur að kynnast hver öðrum utan bekkjarins og milli árganga.
  • Með fjölgreindaleikunum erum við líka að sýna að allir hafa sínar sterku hliðar og eiga að fá tækifæri til að njóta sín.
  • Starfsfólk fær þar einnig tækifæri til að kynnast lítillega öllum nemendum skólans 
  • Á fjölgreindaleikunum reynum við að vinna með allar greindirnar og skapa hverjum og einum skemmtileg og fjölbreytt verkefni.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is