Dagskrá á jólaböllum

17.12.2019

Eins og venjulega er eitthvað um að hefðbundin kennsla sé brotin upp í desember í tengslum við hátíð ljóss og friðar. Reynt er að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft innan veggja skólans þannig að allir njóti sem best þessara síðustu skóladaga ársins. Hér fyrir neðan má sjá nánara skipulag á jólaböllum og Litlu-jólum hjá nemendum núna 19. og 20. desember.

19. desember - Litlu jólin hjá 6. og 7. bekk frá 16.30-18.30

  • 16.30 Stofujól
  • 17.15 Helgileikur
  • 17.30 - 18.30 Jóladiskó
    Smákökur og gos ( ekki sælgæti )

19. desember - Litlu jólin hjá 8. – 10. bekk frá kl. 19:30 – 21:30

Boðið er upp á nýbakaðar vöfflur ásamt kakói með rjóma. Þá verða skemmtiatriði og uppistand þar á eftir. Þeir nemendur sem ekki mæta á litlu jólin mæta á fimmtudaginn 20. desember frá kl. 9:00 til 12:00 og hjálpa til á jólaskemmtunum hjá yngri nemendum.

20. desember - Litlu jólin hjá 1.-5. bekk

Litlu jólin hjá 1.- 2. bekk.

  • 9.00-9.45 Stofujól
  • 9.45-10.30 Helgileikur og jólaball

Litlu jólin hjá 3.-5. bekk.

  • 10.30-11.15 Stofujól
  • 11.15-12.00 Helgileikur og jóladiskó

Smákökur og gos, sælgæti er ekki í boði.

Þennan dag opnar skólinn kl. 7:45 og geta nemendur verið í skólanum í annari dagskrá þann tíma sem þeir eru ekki í dagskrá með umsjónarkennara.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is