Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

9.2.2021

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Af því tilefni hefur verið búin til vefsíða sem kallast Netöryggi og er fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra. Á síðunni er hægt er að nálgast margvíslegan fróðleik og leiðbeiningar um hvað felst í netnotkun.

Auk þess hefur Hafnarfjarðarbær tekið saman almennar reglur um netöryggi og vefnotkun barana og má þær upplýsingar finna hér Einnig minnum við á vefsíðu SAFT þar sem hægt er að finna heilræði og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur allt það góða efni sem þar er að finna fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skólanna.

#UTHaf Það voru Anna María Proppé og Vilborg Sveinsdóttir sem tóku efnið á síðunni Netöryggi saman.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is