Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

10.2.2020

Þann 11. febrúar verður alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan.

Hægt er að nálgast ýmislegt efni á heimasíðu SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, www.saft.is til stuðnings fyrir foreldra, góðar hugmyndir og fróðleik um netöryggi fyrir nemendur á öllum aldri. Einnig má finna myndbönd um efnið á Youtube síðu SAFT www.youtube.com/saftinsafe auk þess sem deilt er reglulega áhugaverðu efni fyrir foreldra á Facebook síðu SAFT: www.facebook.com/saft.iceland

Í tilefni dagsins mun SAFT kynna nýja Ábendingarlínu þar sem börn og fullorðnir geta tilkynnt ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu. Ábendingarlínan er rekin af í samstarfi Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra sem aðili af SAFT.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is