Fréttir

20.1.2021 : Skipulagsdagur 25. janúar

Mánudaginn 25. janúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Einnig er lokað í frístundaheimilinu Holtaseli þar sem þetta er annar af tveimur skipulagsdögum skólaársins fyrir Holtasel.

...meira

18.1.2021 : Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?

Information in English (easy to translate to more languages)

Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Nánari upplýsingar

...meira

2.1.2021 : Í upphafi árs

Í upphafi árs 2021 sendir starfsfólk Hvaleyrarskóla foreldrum og nemendum góðar óskir um gott og gæfuríkt komandi ár.

Við viljum minna á að kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:20.

...meira

16.12.2020 : Skólastarf á nýju ári

Það er að koma jólafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar og langþráð hvíld framundan. Með þessum jólapósti viljum við þakka samstarfið alla haustönnina um leið og við viljum kynna það skipulag sem tekur við byrjun janúar.

Eins og staðan er höfum við ekki fengið að vita hvort, og þá hverjar, verði breytingar á reglum um skólastarf um áramótin. En núverandi reglur gilda til 31. desember..

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is