Fréttir

2.1.2021 : Í upphafi árs

Í upphafi árs 2021 sendir starfsfólk Hvaleyrarskóla foreldrum og nemendum góðar óskir um gott og gæfuríkt komandi ár.

Við viljum minna á að kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:20.

...meira

16.12.2020 : Skólastarf á nýju ári

Það er að koma jólafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar og langþráð hvíld framundan. Með þessum jólapósti viljum við þakka samstarfið alla haustönnina um leið og við viljum kynna það skipulag sem tekur við byrjun janúar.

Eins og staðan er höfum við ekki fengið að vita hvort, og þá hverjar, verði breytingar á reglum um skólastarf um áramótin. En núverandi reglur gilda til 31. desember..

...meira

9.12.2020 : Grímuskylda meðal unglinga afnumin

Þær breytingar verða á skólastarfi á morgun, fimmtudaginn 10.12.2020 að grímuskylda nemenda í unglingadeild er afnumin. Hún verður því valfrjáls, því vel getur verið að einhverjir nemendur kjósi að nota grímur. Þetta er eina breytingin á þessum tímapunkti.

...meira

4.12.2020 : Hvalrekinn 4. desember

Hér má líta Hvalrekann fréttabréf Hvaleyrarskóla fyrir desembermánuð. Í fréttabréfinu minnum við á hátíðarmatinn hjá Skólamat sem verður miðvikudaginn 9. desember, upplýsingar til foreldra ef þau hafa hug á ferðum erlendis um jól og áramót. Sameiginlegar skemmtanir þar sem við .....

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is