Fréttir

8.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022.

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

 

Skráning á frístundaheimili fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður á www.hafnarfjordur.is

...meira

8.4.2021 : Blár föstudagur

Föstudaginn 9. apríl er blár dagur. Þann dag hvetjum við nemendur, starfsmenn og foreldra til að klæðast einhverju bláu.

Blár dagur er til að stuðla að vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu. Við erum öll allskonar og mikilvægt að taka umræðu um það við börnin. Með því að klæðast bláu á morgun föstudag fögnum við fjölbreytileikanum með samstöðu allra.

Hér má nálgast nánariupplýsingar um verkefnið.

...meira

3.4.2021 : Skólastarf eftir páska

Ný reglugerð um skólahald grunnskóla kom út í dag, og gildir eftir páska fram til 15. apríl, sem færir þá niðurstöðu að grunnskólastarf hefst á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári.

Kennsla hefst þó ekki fyrr en kl. 10 þann dag.Skólastarf er með hefðbundnu sniði, þ.e. full kennsla í öllum námsgreinum skv. stundaskrá (þó er beðið eftir að fá samþykki á því að opna megi sundlaugar fyrir grunnskólakennslu þótt þær séu lokaðar að öðru leyti og verður staðfest eftir páska).

...meira

24.3.2021 : Skóli lokaður vegna hertra sóttvarnarreglna

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum grunnskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld. Það þýðir að engin starfsemi verður í skólanum fram að páskaleyfi. Ég sendi ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast en eins og staðan er þá verður engin starfsemi í skólanum þessa tvo daga sem eftir eru fram að páskaleyfi. Frístundaheimilið Holtasel og félagsmiðstöðin Verið verður einnig lokað og ekki opið í næstu viku.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is