Fréttir

19.10.2020 : Íþrótta- og sundkennsla

Út frá tilmælum sóttvarnlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður engin sund- og íþróttakennsla í grunnskólum Hafnarfjarðar frá og með deginum í dag og fram til 2. nóvember. Á þessum tíma verður útikennsla á og við skólalóðina.
Því er mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri þá daga sem þeir fara í íþróttir og sund.

...meira

14.10.2020 : Fræðslugátt Menntamálastofnunar

Í ljósi aðstæðna viljum við benda á Fræðslugátt Menntamálastofnunar en þar er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað.

Vefurinn var opnaður í vor til að veita betra aðgengi að efninu þegar skólum var lokað tímabundið og nám nemenda færðist mikið til inn á heimilin.

...meira

6.10.2020 : Hvalrekinn kominn út

Þá er Hvalrekinn fréttbréf Hvaleyrarskóla komið í loftið.
Endilega smellið hér og skoðið Hvalrekann frá 6. október 2020.

Alla Hvalrekana má svo finna hér .

...meira

2.10.2020 : Forvarnardagurinn

Miðvikudaginn 7. október 2020 verður Forvarnardagurinn haldinn í 15 sinn í grunnskólum landsins og í tíunda sinn í framhaldsskólum.

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landsamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining og SAFF – Samstarf félagasamtaka í forvörnum.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is