Skák

Undanfarin ár hefur skák verið kennd öllum nemendum í þriðja og fjórða bekk í Hvaleyrarskóla. Í vetur mun skákin koma inn í fyrrgreindum bekkjum og er helmingi bekkjarins kennd skák í einu og tekur bekkjarkennari hinn hópinn í aðra kennslu. Lögð er áhersla á að allir læri mannganginn og æfist í að tefla. Með þessu er ýtt undir skákáhuga nemenda og rökhugsun þjálfuð. Talsvert er um það að nemendur nýti lausar stundir til að tefla.  Nokkrum sinnum á síðustu árum hafa verið haldin fjöltefli í skólanum. Nemendur hafa einnig verið hvattir til að taka þátt í skákmótum og hafa náð góðum árangri þar.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is